Segja að Memphis Depay hafi borgað trygginguna fyrir Dani Alves Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 17:30 Dani Alves og Memphis Depay fagna saman marki með Barcelona. Getty/Rubén de la Fuente Pérez Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, er laus úr fangelsi en aðeins þar til að áfrýjun hans er tekin fyrir. Alves áfrýjaði fjögurra og hálfs árs dómi fyrir að nauðga konu á salerni á skemmtistað í Barcelona. Hann breytti vitnisburði sínum marg oft eða í takt við það að ný sönnunargögn komu fram í málinu. It was former Barcelona player Memphis Depay who made the 1m payment to get Dani Alves out of prison. @mfcbqtr pic.twitter.com/c1HNREs2t7— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 25, 2024 Alves er sá fótboltamaður sem hefur unnið næstflesta titla á ferlinum en flesta þeirra vann hann með Barcelona. Alls vann hann 43 titla á ferlinum eða einum færri en Lionel Messi. Alves er líka þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Brasilíu. Alves sóttist eftir því að losna úr fangelsi eftir að dómnum var áfrýjað og dómarinn varð við ósk hans. Alves þurfti aftur á móti að borga háa tryggingu til að sleppa út eða eina milljón evra. Það gerir hvorki meira né minna en 150 milljónir króna. Neymar hafði borgað fyrir lögfræðikostnað Dani Alves en faðir Neymars tilkynnti að fjölskyldan væri hætt að láta Alves fá pening eftir að hann var dæmdur sekur. @Sportbladet Alves var því fastur í fangelsi á meðan hann gat ekki útvegað þennan pening. Hann hélt greinilega áfram að betla pening hjá fyrrum liðfélögum sínum. Alves gat ekki borgað trygginguna sjálfur því eignir hans og reikningar hafa verið frystir. Alves losnaði óvænt úr fangelsinu í gær og peningarnir komu ekki frá Neymar heldur öðum gömlum liðsfélaga hjá Barcelona. Nokkrir miðlar, þar á meðal Caras og TUDN, hafa heimildir fyrir því að hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay hafi borgað trygginguna fyrir hann. Hinn fertugi Alves má ekki hafa samskipti við fórnarlambið og má ekki koma innan við kílómetra frá vinnustað hennar eða heimili. Hann þarf að láta vita af sér í hveri viku Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Alves áfrýjaði fjögurra og hálfs árs dómi fyrir að nauðga konu á salerni á skemmtistað í Barcelona. Hann breytti vitnisburði sínum marg oft eða í takt við það að ný sönnunargögn komu fram í málinu. It was former Barcelona player Memphis Depay who made the 1m payment to get Dani Alves out of prison. @mfcbqtr pic.twitter.com/c1HNREs2t7— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 25, 2024 Alves er sá fótboltamaður sem hefur unnið næstflesta titla á ferlinum en flesta þeirra vann hann með Barcelona. Alls vann hann 43 titla á ferlinum eða einum færri en Lionel Messi. Alves er líka þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Brasilíu. Alves sóttist eftir því að losna úr fangelsi eftir að dómnum var áfrýjað og dómarinn varð við ósk hans. Alves þurfti aftur á móti að borga háa tryggingu til að sleppa út eða eina milljón evra. Það gerir hvorki meira né minna en 150 milljónir króna. Neymar hafði borgað fyrir lögfræðikostnað Dani Alves en faðir Neymars tilkynnti að fjölskyldan væri hætt að láta Alves fá pening eftir að hann var dæmdur sekur. @Sportbladet Alves var því fastur í fangelsi á meðan hann gat ekki útvegað þennan pening. Hann hélt greinilega áfram að betla pening hjá fyrrum liðfélögum sínum. Alves gat ekki borgað trygginguna sjálfur því eignir hans og reikningar hafa verið frystir. Alves losnaði óvænt úr fangelsinu í gær og peningarnir komu ekki frá Neymar heldur öðum gömlum liðsfélaga hjá Barcelona. Nokkrir miðlar, þar á meðal Caras og TUDN, hafa heimildir fyrir því að hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay hafi borgað trygginguna fyrir hann. Hinn fertugi Alves má ekki hafa samskipti við fórnarlambið og má ekki koma innan við kílómetra frá vinnustað hennar eða heimili. Hann þarf að láta vita af sér í hveri viku
Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti