Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 06:04 Flestar beiðnirnar varða fréttir um dómsmál og brot í starfi. Vísir/Vilhelm Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent