Varaþingmaður Viðreisnar á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike Snorri Már Vagnsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Rafn tók þátt á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Leikurinn er einn sá vinsælasti í heiminum. Rafn Helgason tók þingsæti sem varamaður Viðreisnar þann 18. mars síðastliðinn í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Rafn er sömuleiðis þekktur sem „Sterling“ í netheimum þar sem hann keppir í leiknum Counter-Strike. Rafn spilaði eina viðureign í íslenska Stórmeistaramótinu í Counter-Strike sem er í gangi þessa dagana. Rafn „Sterling“ spilaði með liðinu GooDCompany sem spilaði þrjár viðureignir á mótinu en sigraði enga. Rafn lék gegn lið NOCCO Dusty, en Dusty hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og eru eitt af sterkustu liðum landsins. Náði hann þá að fella andstæðinga 23 sinnum í leiknum og gerði 60 skaða að meðaltali í lotu. Þrátt fyrir að ná ekki langt á Stórmeistaramótinu hefur Rafn nú undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og getur því talist fyrsti maðurinn til að sitja á þingi og keppa á rafíþróttamóti hérlendis. Stórmeistaramótinu í Counter-Strike lýkur um helgina með úrslitakeppni. Fylgjast má nánar með á Frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Alþingi Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti
Rafn spilaði eina viðureign í íslenska Stórmeistaramótinu í Counter-Strike sem er í gangi þessa dagana. Rafn „Sterling“ spilaði með liðinu GooDCompany sem spilaði þrjár viðureignir á mótinu en sigraði enga. Rafn lék gegn lið NOCCO Dusty, en Dusty hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og eru eitt af sterkustu liðum landsins. Náði hann þá að fella andstæðinga 23 sinnum í leiknum og gerði 60 skaða að meðaltali í lotu. Þrátt fyrir að ná ekki langt á Stórmeistaramótinu hefur Rafn nú undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og getur því talist fyrsti maðurinn til að sitja á þingi og keppa á rafíþróttamóti hérlendis. Stórmeistaramótinu í Counter-Strike lýkur um helgina með úrslitakeppni. Fylgjast má nánar með á Frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Alþingi Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti