Það er þýski fjölmiðillinn Bild sem greinir frá þessu.
Kovač var á sínum tíma landsliðsfyrirliði Króatíu og átti langan feril sem leikmaður í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen, Hamburger SV, Bayern Munchen og Hertha Berlin. Hann endaði ferilinn í Austurríki með RB Salzburg og hóf þjálfaraferilinn þar strax og hann lagði skóna á hilluna.
Wolfsburg have sacked Niko Kovač.
— 🇭🇷 (@TheCroatianLad) March 17, 2024
They have gotten only 6/30 points in the last 10 matches and are 14th in the Bundesliga.
He has been their manager since July 1st, 2022, and in 66 matches, he achieved a record of 23 wins, 17 draws, and 26 losses. 🚨 pic.twitter.com/gElFAoqtzq
Síðan þá hefur Kovač stýrt u21 árs og A-landsliði Króatíu, og félagsliðum Eintracht Frankfurt, Bayern Munchen og Monaco. Hann tók svo við Wolfsburg fyrir tímabilið 2022–23. Sitt fyrsta tímabil í starfi endaði hann með liðið í 8. sæti, ásættanlegur árangur þar á bæ, það hefur hins vegar ekki vegnað eins vel á þessu tímabili.
Wolfsburg situr í 14. sæti deildarinnar eftir 26 umferðir. Átta leikir eftir og liðið er ekki enn í mikilli fallhættu en gæti vel sogast niður og barist í bökkunum.