Fótbolti

Henry lét sig hverfa fyrir hetju­dáð Raya

Aron Guðmundsson skrifar
Thierry Henry er goðsögn í sögu Arsenal. Hann var staddur á Emirates leikvanginum í gær er Arsenal tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri á Porto í vítaspyrnukeppni
Thierry Henry er goðsögn í sögu Arsenal. Hann var staddur á Emirates leikvanginum í gær er Arsenal tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri á Porto í vítaspyrnukeppni Vísir/Getty

At­hæfi Thierry Henry. Goð­sagnar í sögu enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal á Emira­tes leik­vanginum. Í þann mund sem David Raya mark­vörður liðsins drýgði hetju­dáð, í víta­spyrnu­keppni gegn Porto í 16-liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu í gær, hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Henry starfaði sem sér­fræðingur CBS í tengslum við leikinn með Kate Abdo, Jamie Carrag­her og Mi­cah Richards. Svo fór að skera þurfti úr um hvort liðið myndi halda á­fram í átta liða úr­slit Meistara­deildarinnar, með víta­spyrnu­keppni þar sem að Raya reyndist hetja Arsenal þar sem að hann varði fjórðu víta­spyrnu Porto.

Í mynd­skeiði sem birtist úr boxinu á Emira­tes leik­vanginum, þaðan sem að Henry og kollegar hans horfðu á leikinn spennu­þrungna, mátti sjá Arsenal goð­sögnina pollró­lega skömmu fyrir víta­spyrnuna sem Raya varði frá Wender­son Galeno. Vörsluna sem tryggði Arsenal sigur.

Áður en að Galeno tók um­rædda víta­spyrnu mátti sjá Henry yfir­gefa boxið.

„Það hvernig hann (Galeno) setti niður boltann á víta­punktinn fyrir spyrnuna leit skringi­lega út frá mínum bæjar­dyrum séð,“ sagði Henry að­spurður út í at­vikið eftir leik. Hann fann á sér að þetta yrði spyrnan sem myndi tryggja Arsenal far­miðann í átta liða úr­slit Meistara­deildarinnar.

Um­rætt at­vik má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×