Tölvurnar taka yfir dráttinn Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 08:00 Tyrkinn Hamit Altintop er á meðal þeirra fyrrverandi fótboltamanna sem hjálpað hefur til við að draga í Meistaradeild Evrópu. Getty/Krisitan Skeie UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við. Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira