Fótbolti

Guðni for­seti heim­sótti Glódísi Perlu hjá Bayern München

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir með þeim Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Glódís Perla Viggósdóttir með þeim Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. FC Bayern Frauen

Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti þýsku meistarana í kvennaliði Bayern München í vikunni. Þetta var vel við hæfi í tilefni af Alþjóða baráttudegi kvenna í gær.

Bayern sagði frá heimsókninni á miðlum sínum enda ekki á hverjum degi sem forsetar mæta á svæðið.

Guðni var ekki einn á ferðinni því með honum var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrirliði Bayern München, tók á móti Guðna og Guðlaugi og sýndi þeim aðstöðuna sem stelpurnar eru stoltar af.

„FC Bayern er mjög vinsælt á Íslandi og ekki síst kvennaliðið þar sem þær Glódís, Cecilía og Karólína spila. Glódís spilar stórt hlutverk hjá FC Bayern en líka hjá íslenska landsliðinu. Við erum mjög stolt af henni. Hún er mikil fyrirmynd sem fyrirliði Bayern og landsliðsins,“ sagði Guðni í samtali við heimasíðu Bayern.

„Ég hef fylgst lengi með ferli Glódísar af því að hún spilaði áður fyrir liðið úr mínum heimabæ. Glódís er ekki aðeins öflugur leikmaður heldur er hún einnig sterkur karakter. Hún góður sendiherra fyrir Ísland hér í München og í Þýskalandi. Við krossum fingurna að hún og FC Bayern liðið náði að verja þýska meistaratitilinn,“ sagði Guðni.

„Þetta var óvæntur en ánægjulegur dagur. Ég er ánægð að hafa geta sýnt Guðna forseta æfingaaðstöðu okkar og við gátum skipts á hugmyndum. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni og ég er sammála honum þar. Það eru forréttindi að fá að æfa hér á hverjum degi. Ég er mjög ánægð með áhuga hans á kvennafótbolta og okkar lífi hér í München,“ sagði Glódís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×