Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Jón Þór Stefánsson skrifar 7. mars 2024 18:31 No Border segjast styðja mótmæli mannsins. Ásmundur Friðriksson Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira