Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 15:00 Fótboltabullur tengdar Lazio hafa oft verið til vandræða og tengjast öfgahægri öflum. Getty Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München. Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira