Fótbolti

Ísak kom inn af bekknum og skoraði mikil­vægt mark

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Andri skoraði annað mark Norrköping í dag.
Ísak Andri skoraði annað mark Norrköping í dag. Twittersíða IFK Norrköping

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði annað mark Norrköping er liðið heimsótti Sirius í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld.

Ísak hóf leik á varamannabekk Norrköping, en það var fyrirliði liðsins, Christoffer Nyman, sem kom gestunum yfir á 31. mínútu og sá til þess að liðið fór með 0-1 forystu inn í hálfleikshléið.

Heimamenn jöfnuðu þó metin snemma í síðari hálfleik, en Ísak kom gestunum yfir á nýjan leik með marki á 82. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn af bekknum.

Heimamenn voru þó ekki lengi að svara og Yousef Salech jafnaði metin fyrir Sirius þremur mínútum síðar og þar við sat.

Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Norrköping og Sirius enda á toppi riðils 8 með fimm stig, jafn mörg og Sirius og Brage, en með betri markatölu. Sirius þarf að sætta sig við annað sæti og Brage það þriðja, en aðeins eitt lið kemst upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×