Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 16:01 Freyr Alexandersson er vinsæll hjá Kortrijk enda búinn að stórbæta gengi liðsins. Getty Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær. Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30
Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30