Þetta var þriðji leikur Sveins fyrir Hansa Rostock en hann hefur þó ekki enn fengið tækifæri í byrjunarliði liðsins. Hann þurfti að vísu aðeins níu mínútur af spilatíma í dag til að setja mark sitt á leikinn og tryggja liðinu 2-2- jafntefli gegn HSV.
Markið hefur vakið töluverða athygli sökum þess að það þykir ansi keimlíkt fyrsta markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins Arons, skoraði fyrir Chelsea árið 2000.
Eiður Smári greip líkindin á lofti og endurbirti Tweet frá reikningnum „Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu“ þar sem mörkin eru borin saman.
You d think they re related https://t.co/kRv0J7XzNi
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) February 17, 2024