Fótbolti

Jón Daði bjargaði stigi fyrir Bolton

Siggeir Ævarsson skrifar
Jón Daði kom inn af bekknum og bjargaði deginum
Jón Daði kom inn af bekknum og bjargaði deginum vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson byrjaði leikinn á bekknum hjá Bolton í dag en kom inn á í hálfleik og endaði á að skora jöfnunarmarkið í 3-3 jafntefl gegn Charlton.

Jón Daði kom inn á í stöðunni 1-2 og fljótlega var staðan orðin 2-2. Daniel Kanu kom gestunum svo í 2-3 á 61. mínútu en tíu mínútum síðar var Jón Daði á ferðinni og skoraði jöfnunarmarkið sem reyndist jafnframt síðasta mark leiksins.

Bæði lið voru eflaust staðráðin í að taka öll þrjú stigin í dag, Bolton í baráttu um að komast upp úr C-deildinni en liðið er í 3. sæti, þremur stigum á eftir Derby, meðan Charlton er einu stigi frá fallsæti og eiga flest liðin fyrir neðan leiki til góða.

Í ensku B-deildinni kom Arnór Sigurðsson inn á á 64. mínútu hjá Blackburn þegar liðið gerði jafntefli við Preston. Lokatölur leiksins 2-2 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×