Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 11:01 Toni Kroos fagnar titli með Real Madrid ásamt börnum sínum. Getty/Silvestre Szpylma Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira