Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 11:01 Toni Kroos fagnar titli með Real Madrid ásamt börnum sínum. Getty/Silvestre Szpylma Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira