Úthúðaði eigin leikmanni: „Hlýtur að þurfa að fara á sjúkrahús“ Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 12:00 Hamari Traore fékk það hlutverk að glíma við einn albesta leikmann heims, Kylian Mbappé, í gærkvöld en var utan vallar þegar Mbappé skoraði. Getty/Catherine Steenkeste Hamari Traore sló ekki beinlínis í gegn hjá þjálfara sínum í leik með Real Sociedad gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira