Son blöskraði borðtennisspilið og meiddist í átökum við liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Son Heung-min var með fingurinn í spelku í undanúrslitaleiknum gegn Jórdaníu í síðustu viku, og einnig í leik með Tottenham gegn Brighton um helgina. Getty/Etsuo Hara Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og Suður-Kóreu, meiddist í fingri þegar hann reifst við unga liðsfélaga í suður-kóreska landsliðinu kvöldið fyrir undanúrslitaleik á Asíumótinu í fótbolta. Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira