Blikar jafna Sögu á stigum Snorri Már Vagnsson skrifar 13. febrúar 2024 21:56 Bjarni "Topaz" Kristjánnsson og Bergur "Tight" Jóhannsson mættust á Nuke. Breiðablik sigraði Sögu í afar mikilvægum leik í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Fyrir leikinn áttu Saga tveggja stiga forskot á Blika. Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn
Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn