Fótbolti

Eggert gæti verið frá í þrjá mánuði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson verður frá æfingum og keppni næstu tvo til þrjá mánuðina.
Eggert Aron Guðmundsson verður frá æfingum og keppni næstu tvo til þrjá mánuðina. Seb Daly - Sportsfile/UEFA via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður sænska félagsins Elfsborg, verður frá æfingum og keppni í allt að þrjá mánuði eftir að hafa genginst undir aðgerð.

Eggert gekkst undir skurðaðgerð á fæti vegna meiðsla sem hann verð fyrir í verkefni með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði. Frá því er greint á heimasíðu Elfsborg að hann megi vænta þess að vera frá í tvo til þrjá mánuði.

Matilda Lundblad, læknir Elfsborg, segir á heimasíðu félagsins að aðgerðin hafi gengið vel, en að fylgst verði með gangi mála.

„Aðgerðin gekk vel og við munun fylgjast með gangi mála frá degi til dags svo honum sé unnt að fá eins góðan endurhæfingartíma og mögulegt er,“ sagði Lundblad. „Okkur þykir líklegast að hann geti byrjað að æfa og spila af fullum krafti eftir tvo til þrjá mánuði.“

Keppni í sænska fótboltanum er ekki enn hafin eftir vetrarfríið, en bikarkeppnin hefst næstu helgi. Deildarkeppnin hefst svo í lok mars og því er ljóst að Eggert mun missa af fyrstu leikjum Elfsborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×