Enn án sigurs og gætu slegið martraðarmet Derby Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:31 Almería var til að mynda nálægt því að taka stig gegn toppliði Real Madrid en tapaði 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Getty/Guillermo Martinez Ekkert lið í nokkurri af fimm bestu deildum Evrópu í fótbolta hefur átt eins skelfilega leiktíð og enska liðið Derby veturinn 2007-08. Það gæti hins vegar verið að breytast. Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira
Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira