Ólafur var tilnefndur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album].
Ólíkt Laufeyju Lín, sem var tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundnar popptónlistar, vann Ólafur ekki til verðlauna.
Ekki frekar en fyrri daginn en Ólafur hefur þrisvar verið tilnefndur.
„Grammy-verðlaunahátíðin 2024! Ég mætti einn í þetta skiptið, var vandræðalegur á rauða drelinum, tapaði mínum þriðju Grammy-verðlaunum“, upplifði ringulreiðina sem fylgir rigningu í Los Angeles og sá Joni Mitchell flytja Both Sides Now,“ segir Ólafur á léttum nótum.
Ólafur er greinilega aðdáandi Joni Mitchell enda segir hann kvöldið hafa verið velheppnað þrátt fyrir hin atriðin sem hann telur upp.
Hann segist fullur af þakklæti öllum þeim sem komu að Some Kind Of Peace - Piano Reworks. Hann sé upp með sér að hafa verið fulltrúi svo margra listamanna á Grammy-verðlaununum.