Fellaini leggur skóna á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Marouane Fellaini fagnar marki með Robin van Persie Vísir/Getty Hinn 36 ára Marouane Fellaini hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton hefur leikið í Kína síðan 2019. Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira