Þórsarar á toppinn eftir sigur á Eyjamönnum Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 21:08 Þór mættu ÍBV á Overpass í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti
Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti