Albert fengi hátt í milljón á dag Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:31 Albert Guðmundsson hefur skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, fyrir Genoa. Getty/Francesco Pecoraro Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina. Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum. Ítalski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum.
Ítalski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira