„Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 31. janúar 2024 21:01 Sigurður Þ. Ragnarsson eða Siggi stormur eins og margir þekkja hann. Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. Gular viðvaranir voru í gildi í dag fram eftir degi. Veðrið hafi víða áhrif og hefur enn á samgöngur. Flugi var frestað í dag eða aflýst. Þær hafa flestar runnið úr gildi en seint annað kvöld taka nýjar viðvaranir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi. Þær renna flestar úr gildi um klukkan fimm eða sex morguninn eftir. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 veðrið hafa gengið eftir í dag. „Þetta er aldeilis ekki búið og þarf ekki morgundaginn til,“ sagði Sigurður og að það myndi lægja í kvöld og hlý lægð komi upp að landinu á morgun. „Með mikið vatn og talsverðan hita, allt að átta gráðum,“ sagði Sigurður og að það þýddi aðeins eitt. Að snjóhrúgurnar sem eru um allt land bráðni. Það voru lokunarpóstar víða. Mynd/Landsbjörg „Vatnsveðrið verður þannig að það má reikna með því að það fari allt á flot ef að menn ekki hugsa í tíma og noti þann tíma sem er fram að þessari rigningu,“ sagði hann og það myndi byrja að rigna annað kvöld. Hann sagði þessu þó alls ekki lokið þá því þegar hlýja lægðin er búin komi köld lægð með hvassviðri og myndarlegum dimmum éljum. „Þetta er bara rétt að byrja. Janúar er vissulega að kveðja okkur en þorrinn er alltaf erfiður,“ sagði Sigurður. Þetta er mjög í takt við það sem veðurfræðingur Veðurstofunnar sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu en hann spáði mikilli asahláku annað kvöld og nótt. Þessi bíll fór út af. Vísir/Steingrímur Dúi „Það hlýnar á morgun og þá verður síðdegis á milli núll og fimm stig,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur og að það verði nokkuð mikil rigning seint annað kvöld og aðfaranótt föstudags þegar hitinn hækkar upp í allt að sjö stig víða um land. „Með mikilli úrkomu má búast við asahláku og þess vegna er viðvörun á þeim stöðum þar sem verður mikil rigning.“ Hann segir að eftir asahláku taki við stormur á vestanverðu landinu. Á laugardag sé rólegt land en eitthvað um él og svo taki rólegri dagar við. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34 Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Sjá meira
Gular viðvaranir voru í gildi í dag fram eftir degi. Veðrið hafi víða áhrif og hefur enn á samgöngur. Flugi var frestað í dag eða aflýst. Þær hafa flestar runnið úr gildi en seint annað kvöld taka nýjar viðvaranir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi. Þær renna flestar úr gildi um klukkan fimm eða sex morguninn eftir. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 veðrið hafa gengið eftir í dag. „Þetta er aldeilis ekki búið og þarf ekki morgundaginn til,“ sagði Sigurður og að það myndi lægja í kvöld og hlý lægð komi upp að landinu á morgun. „Með mikið vatn og talsverðan hita, allt að átta gráðum,“ sagði Sigurður og að það þýddi aðeins eitt. Að snjóhrúgurnar sem eru um allt land bráðni. Það voru lokunarpóstar víða. Mynd/Landsbjörg „Vatnsveðrið verður þannig að það má reikna með því að það fari allt á flot ef að menn ekki hugsa í tíma og noti þann tíma sem er fram að þessari rigningu,“ sagði hann og það myndi byrja að rigna annað kvöld. Hann sagði þessu þó alls ekki lokið þá því þegar hlýja lægðin er búin komi köld lægð með hvassviðri og myndarlegum dimmum éljum. „Þetta er bara rétt að byrja. Janúar er vissulega að kveðja okkur en þorrinn er alltaf erfiður,“ sagði Sigurður. Þetta er mjög í takt við það sem veðurfræðingur Veðurstofunnar sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu en hann spáði mikilli asahláku annað kvöld og nótt. Þessi bíll fór út af. Vísir/Steingrímur Dúi „Það hlýnar á morgun og þá verður síðdegis á milli núll og fimm stig,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur og að það verði nokkuð mikil rigning seint annað kvöld og aðfaranótt föstudags þegar hitinn hækkar upp í allt að sjö stig víða um land. „Með mikilli úrkomu má búast við asahláku og þess vegna er viðvörun á þeim stöðum þar sem verður mikil rigning.“ Hann segir að eftir asahláku taki við stormur á vestanverðu landinu. Á laugardag sé rólegt land en eitthvað um él og svo taki rólegri dagar við.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34 Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Sjá meira
Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34
Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04
Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21