Servíetta með fyrsta samningi Messi á leið á uppboð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 01:19 Lionel Messi leikur nú með Inter Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Lionel Messi skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona árið 2000. Samningurinn var skrifaður á servíettu sem nú er á leið á uppboð. Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð. Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð.
Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira