Luton valtaði yfir Brighton og Palace snéri taflinu við gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:05 Elijah Adebayo hlóð í þrennu fyrir Luton. Alex Pantling/Getty Images Nýliðar Luton unnu ótrúlegan 4-0 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Crystal Palace 3-2 sigur gegn botnliði Sheffield United. Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira