Girona hefur komið öllum á óvart í vetur en liðið hefur aðeins tapað einum leik af 21 í deildinni í vetur en í dag var komið að útileik gegn Celta Vigo.
Það var Spánverjinn Portu Manzanera sem kom Girona yfir á 20. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.
Með sigrinum fór Girona aftur á toppinn í deildinni, upp fyrir Real Madrid sem er í öðru sætinu með 54 stig en á leik til góða.