Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 23:31 Sænski knattspyrnusérfræðingurinn Adam Fröberg er hrifinn af því sem hann hefur séð frá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem í dag skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“ Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira