Kostulegur hvalaflutningur myndi toppa ráðuneytisflakk Bjarna Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 21. janúar 2024 21:54 Sigmundur Davíð gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji vantrauststillögu gegn matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögð verður fram vantrauststillaga á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi í vikunni. Sigmundur Davíð furðar sig á því hvað Sjálfstæðismenn hafa beðið lengi eftir viðbrögðum VG vegna málsins. Hann gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji tillöguna enda ekki verk hennar að styðja ríkisstjórnina. Inga Sæland, formaður Fólks flokksins hefur verið mjög afdráttarlaus um Svandísi. Hún eigi einfaldlega ekki að vera ráðherra, hafi brotið lög og eigi að segja af sér. Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið spilunum þéttar að sér, segjast bíða eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vænta einhvers konar viðbragða frá Vinstri grænum þegar að tillagan hefur verið lögð fram en vildi ekki úttala sig um hvaða viðbragða hún vænti, það væri á borði VG. Fréttastofa ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um málið, vantrauststillöguna og ríkisstjórnina. Við það að verða niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðismenn Hvað heldurðu að þetta geti þýtt, að viðbrögðin frá VG skipti núna máli frá því tillagan er komin fram en áður en hún er afgreidd? „Sjálfstæðismennirnir eru lengi búnir að vera að bíða eftir viðbrögðum frá VG. Spurningin er bara hversu lengi ætla þeir að bíða? Fram í september 2025? Ég veit það ekki,“ segir Sigmundur. „Þeir hafa vonast til að VG myndi leysa úr sínum málum en það er engin von á því að því er virðist. Þetta er svona við það að verða niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðismennina að láta VG ekki einu sinni svara sér hvað þeirra viðbrögð varðar.“ Ekki stjórnarandstöðunnar að verja ríkisstjórnina Þú hefur talað um að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem þú hefur talað við ætli að styðja við tillöguna. Áttu von á því að hún nái fram að ganga? „Talningin á sínum tíma var þannig að ég gerði ráð fyrir að allir stjórnarandstöðuþingmenn myndu styðja vantrauststillögu eins og venjan er þegar menn eru í stjórnarandstöðu. Það er ekki þeirra að verja ríkisstjórn. En einnig að það væri meirihluti fyrir tillögunni, ekki hvað síst vegna afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks og einhverja Framsóknarmanna,“ segir Sigmundur. „Hefur það eitthvað breyst í millitíðinni? Ég veit það ekki. Ef það hefur gert það þá hafa þeir hinir sömu bara verið að leita að afsökun fyrir því að þurfa ekki að fella ráðherrann og geta haldið áfram öllu óbreyttu og gert ekki neitt næsta eitt og hálfa árið,“ bætir hann við. Hvalaflutningur myndi toppa ráðherraflakk Í samtali við Vísi í kvöld sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að það væri verið að pískra niður á Alþingi að færa ætti hvalamálin frá Svandísi og yfir í eitthvað annað ráðuneyti. Sigmundur var spurður hvort hann hefði heyrt af þessu og hvort það væri viðunandi niðurstaða. „Ég hef heyrt af þessari kostulegu hugmynd. Sjálfstæðisflokkurinn fann upp á nýrri leið til að menn segðu af sér, að fara yfir í annað ráðuneyti. En þetta væri til þess fallið að toppa það. Taka bara málaflokkinn sem vandinn snýst um og færa hann eitthvert annað,“ segir Sigmundur. „En hvað á að verða um hvalina? Eiga þeir að fara í félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið þar? Ég veit það ekki.“ „Þetta væri fyrst og fremst kostulegt og myndi sýna þann vanda sem ríkisstjórnin er í þannig ég á ekki von á að þetta verði niðurstaðan,“ segir hann að lokum. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Tengdar fréttir Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. 21. janúar 2024 18:17 „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Inga Sæland, formaður Fólks flokksins hefur verið mjög afdráttarlaus um Svandísi. Hún eigi einfaldlega ekki að vera ráðherra, hafi brotið lög og eigi að segja af sér. Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið spilunum þéttar að sér, segjast bíða eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vænta einhvers konar viðbragða frá Vinstri grænum þegar að tillagan hefur verið lögð fram en vildi ekki úttala sig um hvaða viðbragða hún vænti, það væri á borði VG. Fréttastofa ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um málið, vantrauststillöguna og ríkisstjórnina. Við það að verða niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðismenn Hvað heldurðu að þetta geti þýtt, að viðbrögðin frá VG skipti núna máli frá því tillagan er komin fram en áður en hún er afgreidd? „Sjálfstæðismennirnir eru lengi búnir að vera að bíða eftir viðbrögðum frá VG. Spurningin er bara hversu lengi ætla þeir að bíða? Fram í september 2025? Ég veit það ekki,“ segir Sigmundur. „Þeir hafa vonast til að VG myndi leysa úr sínum málum en það er engin von á því að því er virðist. Þetta er svona við það að verða niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðismennina að láta VG ekki einu sinni svara sér hvað þeirra viðbrögð varðar.“ Ekki stjórnarandstöðunnar að verja ríkisstjórnina Þú hefur talað um að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem þú hefur talað við ætli að styðja við tillöguna. Áttu von á því að hún nái fram að ganga? „Talningin á sínum tíma var þannig að ég gerði ráð fyrir að allir stjórnarandstöðuþingmenn myndu styðja vantrauststillögu eins og venjan er þegar menn eru í stjórnarandstöðu. Það er ekki þeirra að verja ríkisstjórn. En einnig að það væri meirihluti fyrir tillögunni, ekki hvað síst vegna afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks og einhverja Framsóknarmanna,“ segir Sigmundur. „Hefur það eitthvað breyst í millitíðinni? Ég veit það ekki. Ef það hefur gert það þá hafa þeir hinir sömu bara verið að leita að afsökun fyrir því að þurfa ekki að fella ráðherrann og geta haldið áfram öllu óbreyttu og gert ekki neitt næsta eitt og hálfa árið,“ bætir hann við. Hvalaflutningur myndi toppa ráðherraflakk Í samtali við Vísi í kvöld sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að það væri verið að pískra niður á Alþingi að færa ætti hvalamálin frá Svandísi og yfir í eitthvað annað ráðuneyti. Sigmundur var spurður hvort hann hefði heyrt af þessu og hvort það væri viðunandi niðurstaða. „Ég hef heyrt af þessari kostulegu hugmynd. Sjálfstæðisflokkurinn fann upp á nýrri leið til að menn segðu af sér, að fara yfir í annað ráðuneyti. En þetta væri til þess fallið að toppa það. Taka bara málaflokkinn sem vandinn snýst um og færa hann eitthvert annað,“ segir Sigmundur. „En hvað á að verða um hvalina? Eiga þeir að fara í félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið þar? Ég veit það ekki.“ „Þetta væri fyrst og fremst kostulegt og myndi sýna þann vanda sem ríkisstjórnin er í þannig ég á ekki von á að þetta verði niðurstaðan,“ segir hann að lokum.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Tengdar fréttir Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. 21. janúar 2024 18:17 „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. 21. janúar 2024 18:17
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31