Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 19:46 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira