Dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að tala illa um dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 17:00 David Lopez fær langt bann fyrir orð sem féllu í hálfleik á leik í október. Getty/Eric Alonso Girona verður án varnarmannsins síns David Lopez í næstu leikjum en Girona er öllum að óvörum að berjast um spænska meistaratitilinn við Real Madrid. Lopez hjálpar liðinu ekki mikið á næstunni því aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað hann í fjögurra leikja bann. Bannið fær hann fyrir að tala illa um dómara. Ya hay sanción para David López por sus declaraciones sobre Ortiz Arias https://t.co/HfGFVUo7n7— MARCA (@marca) January 9, 2024 Atvikið varð í hálfleik í 5-2 sigri Girona á móti Almeria 22. október síðastliðinn. Lopez sagði þá í sjónvarpsviðtali að Miguel Angel Ortiz Arias dómari bæri enga virðingu fyrir Girona og að hann smánaði liðið. Viðtalið var tekið við hann á leið til búningsklefa í hálfleik. Lopez baðst seinna afsökunar á ummælum sínum og sagðist sjá eftir þeim. Hann mun missa af deildarleikjum á móti Almeria og Sevilla sem og bikarleik á móti Rayo Vallecano.Fjórði leikurinn verður síðan annað hvort bikarleikur eða annar deildarleikur. Girona getur áfrýjað banninu á næstu tíu dögum. Girona er í öðru sæti deildarinnar en með jafnmörg stig og topplið Real Madrid. Real er ofar á betri markatölu. | David Lopez pegou QUATRO jogos de suspensão por falar no microfone "o que não deveria".Sabe o interessante? Ele não xingou, não brigou, não fez nada. - Ele apenas falou que falta respeito entre jogador e árbitro.O vídeo tá aqui: pic.twitter.com/x1mR01gcue— (@LaLigaBR) January 10, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Lopez hjálpar liðinu ekki mikið á næstunni því aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað hann í fjögurra leikja bann. Bannið fær hann fyrir að tala illa um dómara. Ya hay sanción para David López por sus declaraciones sobre Ortiz Arias https://t.co/HfGFVUo7n7— MARCA (@marca) January 9, 2024 Atvikið varð í hálfleik í 5-2 sigri Girona á móti Almeria 22. október síðastliðinn. Lopez sagði þá í sjónvarpsviðtali að Miguel Angel Ortiz Arias dómari bæri enga virðingu fyrir Girona og að hann smánaði liðið. Viðtalið var tekið við hann á leið til búningsklefa í hálfleik. Lopez baðst seinna afsökunar á ummælum sínum og sagðist sjá eftir þeim. Hann mun missa af deildarleikjum á móti Almeria og Sevilla sem og bikarleik á móti Rayo Vallecano.Fjórði leikurinn verður síðan annað hvort bikarleikur eða annar deildarleikur. Girona getur áfrýjað banninu á næstu tíu dögum. Girona er í öðru sæti deildarinnar en með jafnmörg stig og topplið Real Madrid. Real er ofar á betri markatölu. | David Lopez pegou QUATRO jogos de suspensão por falar no microfone "o que não deveria".Sabe o interessante? Ele não xingou, não brigou, não fez nada. - Ele apenas falou que falta respeito entre jogador e árbitro.O vídeo tá aqui: pic.twitter.com/x1mR01gcue— (@LaLigaBR) January 10, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira