Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:05 Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira