Í gær komust allir helstu keppinautar Barcelona áfram í bikarnum og því var pressa á Börsungum að komast áfram einnig.
Barcelona vann leikinn 2-3 með mörkum frá Fermín López á 18. mínútu, Raphinha á 51. mínútu og Robert Lewandowski úr vítaspyrnu á 88. mínútu.
Barcelona er því komið áfram í næstu umferð spænska bikarsins líkt og Real Madrid, Atletico Madrid og Girona ásamt fleirum.