Freyr gerði fimm missera samning Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:49 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. Samkvæmt frétt á heimasíðu Kortrijk nú í morgun mun Freyr hefja störf á morgun, en fyrsti leikur Kortrijk undir hans stjórn er gegn Standard Liege 20. janúar, þegar vetrarfríi í Belgíu lýkur. Jonathan Hartmann, sem var aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby, fylgir honum og verður aðstoðarþjálfari Kortrijk. Eins og fjallað var um á Vísi í gær er Freyr á leiðinni í afar krefjandi starf því Kortrijk er neðst í belgísku A-deildinni, með tíu stig eftir tuttugu leiki. Hann er þriðji þjálfari liðsins á þessari leiktíð og hefur félagið ítrekað skipt um þjálfara síðasta áratug, eftir að malasíski auðjöfurinn Vincent Tan eignaðist það. Freyr var samningsbundinn danska félaginu Lyngby en Kortrijk keypti hann þaðan. Freyr kom Lyngby upp í efstu deild í Danmörku, hélt liðinu þar uppi á síðustu leiktíð og skilur við það um miðja deild. Áður hefur Freyr meðal annars þjálfað kvennalandslið Íslands og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr mun þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast nýja leikmannahópnum sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn líkt og hann gerði hjá Lyngby, en hjá danska félaginu í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Samkvæmt frétt á heimasíðu Kortrijk nú í morgun mun Freyr hefja störf á morgun, en fyrsti leikur Kortrijk undir hans stjórn er gegn Standard Liege 20. janúar, þegar vetrarfríi í Belgíu lýkur. Jonathan Hartmann, sem var aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby, fylgir honum og verður aðstoðarþjálfari Kortrijk. Eins og fjallað var um á Vísi í gær er Freyr á leiðinni í afar krefjandi starf því Kortrijk er neðst í belgísku A-deildinni, með tíu stig eftir tuttugu leiki. Hann er þriðji þjálfari liðsins á þessari leiktíð og hefur félagið ítrekað skipt um þjálfara síðasta áratug, eftir að malasíski auðjöfurinn Vincent Tan eignaðist það. Freyr var samningsbundinn danska félaginu Lyngby en Kortrijk keypti hann þaðan. Freyr kom Lyngby upp í efstu deild í Danmörku, hélt liðinu þar uppi á síðustu leiktíð og skilur við það um miðja deild. Áður hefur Freyr meðal annars þjálfað kvennalandslið Íslands og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr mun þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast nýja leikmannahópnum sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn líkt og hann gerði hjá Lyngby, en hjá danska félaginu í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira