Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 10:11 Jólahátíðin getur verið erfiður tími fyrir sumar fjölskyldur. vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins. Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins.
Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00