Fundu loks þjálfara og sá er ekki íslenskur Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 12:25 Jóhannes Karl Guðjónsson var einn þeirra sem ræddu við forráðamenn Norrköping í þjálfaraleitinni. Getty/Alex Nicodim Eftir að hafa mistekist að landa Arnari Gunnlaugssyni sem nýjum þjálfara virðast forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping nú hafa fundið mann í starfið. Sá er ekki íslenskur. Arnar var einn þriggja sem efstir voru á lista Norrköping í upphafi þjálfaraleitarinnar sem nú hefur staðið yfir í meira en mánuð. Hinir voru Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, og Peter Wettergren. Wettergren tók hins vegar að sér starf hjá sænska knattspyrnusambandinu og Norrköping tókst ekki að komast að samkomulagi við Víkinga um kaupverð vegna Arnars, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana. Og nú virðist svo ljóst að Jóhannes Karl verði ekki heldur næsti þjálfari Norrköping. Sænskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því í dag að Svíinn Andreas Alm, sem lék með Norrköping á árunum 2004-2005, verði næsti þjálfari liðsins. Mögulegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Andreas Alm var rekinn frá OB í Danmörku í síðasta mánuði.Getty/Rene Schutze Alm, sem er fimmtugur, hefur áður stýrt sænsku liðunum Eskilstuna City, AIK og Häcken, en var síðast þjálfari OB í Danmörku. Þaðan var hann rekinn í síðasta mánuði. Með Norrköping leika þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr Skúlason er sömuleiðis í starfi hjá félaginu eftir að hafa lagt skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili. Ekki náðist í Jóhannes Karl við vinnslu greinarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Arnar var einn þriggja sem efstir voru á lista Norrköping í upphafi þjálfaraleitarinnar sem nú hefur staðið yfir í meira en mánuð. Hinir voru Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, og Peter Wettergren. Wettergren tók hins vegar að sér starf hjá sænska knattspyrnusambandinu og Norrköping tókst ekki að komast að samkomulagi við Víkinga um kaupverð vegna Arnars, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana. Og nú virðist svo ljóst að Jóhannes Karl verði ekki heldur næsti þjálfari Norrköping. Sænskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því í dag að Svíinn Andreas Alm, sem lék með Norrköping á árunum 2004-2005, verði næsti þjálfari liðsins. Mögulegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Andreas Alm var rekinn frá OB í Danmörku í síðasta mánuði.Getty/Rene Schutze Alm, sem er fimmtugur, hefur áður stýrt sænsku liðunum Eskilstuna City, AIK og Häcken, en var síðast þjálfari OB í Danmörku. Þaðan var hann rekinn í síðasta mánuði. Með Norrköping leika þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr Skúlason er sömuleiðis í starfi hjá félaginu eftir að hafa lagt skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili. Ekki náðist í Jóhannes Karl við vinnslu greinarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira