Fá ekki að leigja eitt frægasta brauðbaksturssvæði landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. desember 2023 07:01 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað erindi heilsulindarinnar Laugarvatn Fontana um gerð leigusamnings um hverasvæðið við Laugarvatn. Sveitarstjóri segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“ Bláskógabyggð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“
Bláskógabyggð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira