Fótbolti

Sá markahæsti getur ekki beðið eftir fríinu og ætlar að senda myndir af ströndinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Kane hefur raðað inn mörkum í þýsku deildinni, en getur hins vegar ekki beðið eftir því að koamst í langþráð frí.
Harry Kane hefur raðað inn mörkum í þýsku deildinni, en getur hins vegar ekki beðið eftir því að koamst í langþráð frí. Vísir/Getty

Harry Kane, markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir því að koma sér fyrir á ströndinni í sínu fyrsta jólafríi á ferlinum.

Kane skoraði annað mark Bayern München er liðið vann 1-2 sigur gegn Wolfsburg í gær. Hann er þar með kominn með 21 mark í 15 deildarleikjum fyrir liðið, en nú fer deildin í þriggja vikna langt jólafrí.

Enski landsliðsfyrirliðinn er að leika sitt fyrsta tímabil fyrir utan England þar sem jólahátíðin bíður ekki upp á mikið frí fyrir leikmenn. Þrátt fyrir að aðeins tíu dagar séu eftir af árinu 2023 á enn eftir að leika 27 leiki í ensku úrvalsdeildinni áður en nýtt ár gengur í garð.

Kane segist því vera spenntur að komast í langþráð frí með fjölskyldu sinni.

„Ég get ekki beðið. Ég er ótrúlega spenntur. Það er búið að vera erfitt að vera hérna án fjölskyldunnar þessa fjóra mánuði. Án krakkanna og án konunnar,“ sagði Kane.

„Við ætlum að fara eitthvert þar sem er heitt og eyða tíu dögum þar og njóta þess. Ég ætla að senda öllum vinum mínum á Englandi mynd af mér á ströndinni einhversstaðar,“ bætti framherjinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×