Dortmund og Leipzig töpuðu stigum í toppbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:35 Dortmund er án sigurs í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fjórum leikjum í röð. Leon Kuegeler/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Dortmund og Leipzig, sem bæði berjast í kringum toppinn í deildinni, þurftu bæði að sætta sig við 1-1 jafntefli í sínum leikjum. Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig. Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira
Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig.
Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira