Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2023 21:37 Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna beiðnum hefur fjölgað svo mikið. Verðbólgan stendur í átta prósentum og greiningardeildir bankanna spá meiri verðbólgu í desember. vísir/sigurjón Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum. Hjálparstarf Jól Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum.
Hjálparstarf Jól Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira