Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2023 21:37 Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna beiðnum hefur fjölgað svo mikið. Verðbólgan stendur í átta prósentum og greiningardeildir bankanna spá meiri verðbólgu í desember. vísir/sigurjón Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum. Hjálparstarf Jól Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum.
Hjálparstarf Jól Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira