Stálheppinn Brynjólfur brosti breitt að lokum Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 11:31 Brynjólfur Willumsson var skiljanlega órólegur eftir að vítaspyrna hans var varin, en hann fékk annað tækifæri. Skjáskot/TV2 Brynjólfur Willumsson átti sinn þátt í að fullkomna magnað ævintýri norska knattspyrnuliðsins Kristiansund í gær en var á sama tíma hársbreidd frá því að reynast skúrkur dagsins. Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni. Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni.
Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira