Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2023 19:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nú séu viðkvæmir tímar varðandi þróun efnahagsmála. En ef vel takist til við gerð kjarasamninga til nokkurra ára og sveitarfélögin haldi aftur af sér með gjaldskrárhækkanir, gæti dregið hratt úr verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. Skýr merki eru um að dregið hafi úr umsvifum í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta til marks um að vaxtahækkanir og breytingar á lánareglum væru að skila árangri í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Sigríður Margrét Oddsóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru sammála í Pallborðinu í gær um mikilvægi þess að gera langtíma kjarasaminga sem tryggi kaupmátt og vinni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Verkalýðshreyfingin gengur sameinuð til viðræðna um nýja langtíma kjarasamninga og kallar eftir því að sveitarfélögin dragi verulega úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum á bilinu 5 til 30 prósent á næsta ári. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs brást við þessu ákalli á fimmtudag í síðustu viku. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám,“ sagði Einar. Seðlabankastjóri fagnar þessum viðbrögðum. „Það sem við náttúrlega óttuðumst og sem kom fram í síðustu útgáfu Peningamála, er að verðbólga haldi áfram jafnvel þótt hagkerfið kólni og hagvöxtur minnki. Að þessi skriða stoppi ekki,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá sameinaðri verkalýðshreyfingu og Samtökum atvinnulífsins. Nýjasta spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólgan verði þrálátari en áður var spáð og verði um 5 prósent á næsta ári. Seðlabankastjóri segir hins vegar að ef vel takist til gæti verðbólgan hjaðnað hraðar. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri um næstu áramót, segir borgina tilbúna til að draga úr gjaldskrárhækkunum náist kjarasamningar sem vinni gegn verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar „Verðbólga sýnir merki um að hún sé farin að gefa eftir, bæði hér og erlendis. Nú skiptir öllu máli að við stígum rétt skref til að við getum náð mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Án þess að það leiði til samdráttar. Þegar gerðir væru kjarasamningar til langs tíma þyrfti ekki allt að gerast á fyrsta árinu. Uppbygging húsnæðis tæki til dæmis lengri tíma. Það væri aftur á móti ánægjulegt að verkalýðshreyfingin legði áherslu á að fleira en launin skipti máli fyrir hag heimilanna, eins og aðgengi að húsnæði. Skortur á húsnæði ætti stóran þátt verðbólgunni. „Og í sjálfu sér óheppilegt að við séum í rauninni að beita vöxtum sem viðbragði við húsnæðisskorti. Það er ekki alveg heppilegt,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Kjaramál Húsnæðismál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Skýr merki eru um að dregið hafi úr umsvifum í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta til marks um að vaxtahækkanir og breytingar á lánareglum væru að skila árangri í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Sigríður Margrét Oddsóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru sammála í Pallborðinu í gær um mikilvægi þess að gera langtíma kjarasaminga sem tryggi kaupmátt og vinni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Verkalýðshreyfingin gengur sameinuð til viðræðna um nýja langtíma kjarasamninga og kallar eftir því að sveitarfélögin dragi verulega úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum á bilinu 5 til 30 prósent á næsta ári. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs brást við þessu ákalli á fimmtudag í síðustu viku. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám,“ sagði Einar. Seðlabankastjóri fagnar þessum viðbrögðum. „Það sem við náttúrlega óttuðumst og sem kom fram í síðustu útgáfu Peningamála, er að verðbólga haldi áfram jafnvel þótt hagkerfið kólni og hagvöxtur minnki. Að þessi skriða stoppi ekki,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá sameinaðri verkalýðshreyfingu og Samtökum atvinnulífsins. Nýjasta spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólgan verði þrálátari en áður var spáð og verði um 5 prósent á næsta ári. Seðlabankastjóri segir hins vegar að ef vel takist til gæti verðbólgan hjaðnað hraðar. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri um næstu áramót, segir borgina tilbúna til að draga úr gjaldskrárhækkunum náist kjarasamningar sem vinni gegn verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar „Verðbólga sýnir merki um að hún sé farin að gefa eftir, bæði hér og erlendis. Nú skiptir öllu máli að við stígum rétt skref til að við getum náð mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Án þess að það leiði til samdráttar. Þegar gerðir væru kjarasamningar til langs tíma þyrfti ekki allt að gerast á fyrsta árinu. Uppbygging húsnæðis tæki til dæmis lengri tíma. Það væri aftur á móti ánægjulegt að verkalýðshreyfingin legði áherslu á að fleira en launin skipti máli fyrir hag heimilanna, eins og aðgengi að húsnæði. Skortur á húsnæði ætti stóran þátt verðbólgunni. „Og í sjálfu sér óheppilegt að við séum í rauninni að beita vöxtum sem viðbragði við húsnæðisskorti. Það er ekki alveg heppilegt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Kjaramál Húsnæðismál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07