Innlent

Búist við snjó­komu víða um land

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af snjóþakinni Esju.
Mynd af snjóþakinni Esju. Vísir/Vilhelm

Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í textalýsingu Veðurstofu Íslands. Þar segir að frost verði á bilinu núll upp í átta stig.

Á morgun sé útlit fyrir suðaustanátt og slyddu eða snjókomu suðvestan- og vestanlands. Það verði líklega mest við ströndina. Á norður- og austurlandsi sé hægari vindur, bjart veður, en kalt.

Spá fyrir næstu daga:

Á mánudag:

Austlæg átt, 5-13 m/s og sums staðar slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands, hiti kringum frostmark. Hægviðri á Norður- og Austurlandi, bjart að mestu og frost 2 til 12 stig.

Á þriðjudag:

Austan 8-13 við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él austast. Vægt frost við ströndina, en kalt inn til landsins.

Á miðvikudag:

Austanátt og dálítil él syðst og austast, en bjartviðri um landið vestanvert. Heldur mildara.

Á fimmtudag:

Austan og norðaustanátt og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él austanlands og með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, en frostlaust syðst.

Á föstudag og laugardag:

Útlit austlæga eða breytilega átt. Þurrt að kalla og fremur kalt inn til landsins, annars mildara.

Spá gerð: 02.12.2023 20:00. Gildir til: 09.12.2023 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×