Ramos veitti Shakiru verðlaun fyrir lagið sem gagnrýnir Pique Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 07:02 Ramos og Shakira. Instagram@sergioramos Sergio Ramos og Gerard Piqué grófu stríðsöxina er þeir spiluðu með spænska landsliðinu en öllu jafna voru þeir óvinir innan vallar sem utan. Ramos spilaði lengi vel með Real Madríd og Piqué með Barcelona. Þó Piqué sé hættur að spila tókst Ramos að eiga síðasta höggið. Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu. Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu.
Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira