Á metið bæði sem leikmaður og þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 23:30 Xabi Alonso er að gera góða hluti sem þjálfari. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen hafa heldur betur komið á óvart á þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið hefur nú jafnað árangur Bayern München frá 2015 þegar Alonso var leikmaður liðsins. Hinn 41 árs gamli Alonso tók við Leverkusen á síðustu leiktíð og sneri gengi liðsins algjörlega við. Það var þó erfitt að sjá fyrir sér að gengið á núverandi leiktíð yrði jafn gott og raun ber vitni. Leverkusen hefur hins vegar spilað frábærlega og hefur ekki enn beðið ósigur þegar 11 umferðir eru búnar af þýsku úrvalsdeildinni. Leverkusen er með 31 stig og trónir á toppnum en Þýskalandsmeistarar Bayern koma þar á eftir með 29 stig. Bæði lið eru ósigruð. Með einkar öruggum 4-0 sigri á lánlausu liði Union Berlín um helgina þá jafnaði Leverkusen met Bayern frá tímabilinu 2015-16. Bayern, undir dyggri stjórn Pep Guardiola, var þá einnig með 31 stig af 33 mögulegum að loknum 11 umferðum. Ekkert lið í sögunni hafði fengið fleiri stig og stendur metið enn. Nú deilir Leverkusen metinu hins vegar með Bayern. In 2015/16, Xabi Alonso's Bayern Munich side set the record for most points won after the opening 11 games of a Bundesliga season with 31 from 33! In 2023/24, he has equalled that record as the manager of Bayer Leverkusen... Simply outstanding... pic.twitter.com/DoWQKwgPMy— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 13, 2023 Það sem meira er, Xabi Alonso var á þeim tíma leikmaður Bayern og stór ástæða þess að liðið stóð uppi sem Þýskalandsmeistari vorið 2024 með 88 stig. Hvort Alonso sé farinn að láta sig dreyma um að endurtaka leikinn verður hann að svara fyrir en byrjunin bendir allavega til þess að Bayern fái alvöru keppinaut í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Alonso tók við Leverkusen á síðustu leiktíð og sneri gengi liðsins algjörlega við. Það var þó erfitt að sjá fyrir sér að gengið á núverandi leiktíð yrði jafn gott og raun ber vitni. Leverkusen hefur hins vegar spilað frábærlega og hefur ekki enn beðið ósigur þegar 11 umferðir eru búnar af þýsku úrvalsdeildinni. Leverkusen er með 31 stig og trónir á toppnum en Þýskalandsmeistarar Bayern koma þar á eftir með 29 stig. Bæði lið eru ósigruð. Með einkar öruggum 4-0 sigri á lánlausu liði Union Berlín um helgina þá jafnaði Leverkusen met Bayern frá tímabilinu 2015-16. Bayern, undir dyggri stjórn Pep Guardiola, var þá einnig með 31 stig af 33 mögulegum að loknum 11 umferðum. Ekkert lið í sögunni hafði fengið fleiri stig og stendur metið enn. Nú deilir Leverkusen metinu hins vegar með Bayern. In 2015/16, Xabi Alonso's Bayern Munich side set the record for most points won after the opening 11 games of a Bundesliga season with 31 from 33! In 2023/24, he has equalled that record as the manager of Bayer Leverkusen... Simply outstanding... pic.twitter.com/DoWQKwgPMy— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 13, 2023 Það sem meira er, Xabi Alonso var á þeim tíma leikmaður Bayern og stór ástæða þess að liðið stóð uppi sem Þýskalandsmeistari vorið 2024 með 88 stig. Hvort Alonso sé farinn að láta sig dreyma um að endurtaka leikinn verður hann að svara fyrir en byrjunin bendir allavega til þess að Bayern fái alvöru keppinaut í baráttunni um þýska meistaratitilinn.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira