McIlroy kallar Cantlay fífl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Rory McIlroy og Patrick Cantlay eru litlir vinir. getty/Brendan Moran Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur lítið álit á Bandaríkjamanninum Patrick Cantlay og lét hann heyra það í nýlegu viðtali. McIlroy lenti saman við kylfusvein Cantlays, Joe LaCava, í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. McIlroy var ósáttur með þegar LaCava fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega og veifaði meðal annars derhúfu sinni. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. „Hér er það sem reitti mig til reiði. Samband okkar Cantlays er ekkert sérstakt. Við eigum ekki margt sameiginlegt og sjáum veröldina á ólíkan hátt,“ sagði McIlroy. „Þeir reyndu að lægja öldurnar en ég lét þá heyra það. Joe LaCava var fínn gaur þegar hann var kylfusveinn Tigers [Woods] en núna er hann kylfusveinn fyrir það fífl sem hann hefur breyst í. En ég var ekki rétt stilltur.“ McIlroy og félagar í evrópska liðinu unnu það bandaríska örugglega í Ryder-bikarnum, 16 1/2-11 1/2. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy lenti saman við kylfusvein Cantlays, Joe LaCava, í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. McIlroy var ósáttur með þegar LaCava fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega og veifaði meðal annars derhúfu sinni. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. „Hér er það sem reitti mig til reiði. Samband okkar Cantlays er ekkert sérstakt. Við eigum ekki margt sameiginlegt og sjáum veröldina á ólíkan hátt,“ sagði McIlroy. „Þeir reyndu að lægja öldurnar en ég lét þá heyra það. Joe LaCava var fínn gaur þegar hann var kylfusveinn Tigers [Woods] en núna er hann kylfusveinn fyrir það fífl sem hann hefur breyst í. En ég var ekki rétt stilltur.“ McIlroy og félagar í evrópska liðinu unnu það bandaríska örugglega í Ryder-bikarnum, 16 1/2-11 1/2.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira