Vill endurskoða styrkjakerfi fjölmiðla sem sé „eins og villta vestrið“ Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 13. nóvember 2023 00:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Pírata, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi fyrr í dag. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir styrkjakerfi fjölmiðla „eins og villta vestrið“ og vill að það sé endurskoðað og markmið kerfisins skýrð betur. Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir. Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir.
Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira