Malmö sænskur meistari á kostnað Íslendingaliðs Elfsborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 17:15 Malmö er sænskur meistari eftir dramatíska lokaumferð. Malmö Malmö er Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Íslendingaliði Elfsborg í hreinum úrslitaleik í dag. Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira