Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 13:01 Florentino Perez Real Madrid Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið. Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið.
Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31