Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Bruno Fernandes á tali við dómara leiks FC Kaupmannahafnar og Manchester United, Donatas Rumsas. getty/Maja Hitij Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. Elyounoussi og Fernandes skoruðu báðir í leiknum á Parken í gær sem FCK vann, 4-3. Með sigrinum komust dönsku meistararnir upp í 2. sæti A-riðils. Rauðu djöflarnir eru aftur á móti í því fjórða og neðsta. Elyounoussi og Fernandes áttu í einhverjum orðaskiptum í leikslok. Norðmaðurinn var spurður út í það í viðtölum eftir leikinn. „Ég held að allir sem hafi séð United og hann viti að hann er leikmaður sem er alltaf að kvarta og kveina í dómurunum,“ sagði Elyounoussi. „Ég reyndi að koma honum frá dómaranum. Ég sagði, þessu er lokið. Það var ekkert meira í þessu. Ég er ekki hrifinn af leikmönnum sem reyna að hafa áhrif á dómarann.“ Dómgæslan var vissulega mikið til umræðu eftir leikinn. Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, Marcus Rashford rekinn af velli og fyrsta mark FCK þótti umdeilt. Fernandes gat ekki leynt vonbrigðum sínum í viðtali við Runólf Trausta Þórhallsson, blaðamann Vísis og Stöðvar 2 Sports, eftir leikinn á Parken í gær. „Vonbrigði, að sjálfsögðu, okkur fannst við leggja hart að okkur allan leikinn. Spiluðum á tíu mönnum eftir að Marcus [Rashford] var rekinn af velli þannig að þetta var erfitt fyrir okkur en við gerðum allt sem við gátum til að sækja sigurinn, svo reyndist það bara ómögulegt,“ sagði Fernandes meðal annars. Næsti leikur United er gegn Luton Town á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United er í 8. sæti deildarinnar með átján stig eftir ellefu leiki. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sá markahæsti í Meistaradeildinni hefur bara skorað í tapleikjum Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili en þessi fjölmörgu mörk hans eru hins vegar ekki að skila enska liðinu sigrum. 9. nóvember 2023 13:01 Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. 9. nóvember 2023 09:00 Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 9. nóvember 2023 07:31 Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira
Elyounoussi og Fernandes skoruðu báðir í leiknum á Parken í gær sem FCK vann, 4-3. Með sigrinum komust dönsku meistararnir upp í 2. sæti A-riðils. Rauðu djöflarnir eru aftur á móti í því fjórða og neðsta. Elyounoussi og Fernandes áttu í einhverjum orðaskiptum í leikslok. Norðmaðurinn var spurður út í það í viðtölum eftir leikinn. „Ég held að allir sem hafi séð United og hann viti að hann er leikmaður sem er alltaf að kvarta og kveina í dómurunum,“ sagði Elyounoussi. „Ég reyndi að koma honum frá dómaranum. Ég sagði, þessu er lokið. Það var ekkert meira í þessu. Ég er ekki hrifinn af leikmönnum sem reyna að hafa áhrif á dómarann.“ Dómgæslan var vissulega mikið til umræðu eftir leikinn. Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, Marcus Rashford rekinn af velli og fyrsta mark FCK þótti umdeilt. Fernandes gat ekki leynt vonbrigðum sínum í viðtali við Runólf Trausta Þórhallsson, blaðamann Vísis og Stöðvar 2 Sports, eftir leikinn á Parken í gær. „Vonbrigði, að sjálfsögðu, okkur fannst við leggja hart að okkur allan leikinn. Spiluðum á tíu mönnum eftir að Marcus [Rashford] var rekinn af velli þannig að þetta var erfitt fyrir okkur en við gerðum allt sem við gátum til að sækja sigurinn, svo reyndist það bara ómögulegt,“ sagði Fernandes meðal annars. Næsti leikur United er gegn Luton Town á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United er í 8. sæti deildarinnar með átján stig eftir ellefu leiki.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sá markahæsti í Meistaradeildinni hefur bara skorað í tapleikjum Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili en þessi fjölmörgu mörk hans eru hins vegar ekki að skila enska liðinu sigrum. 9. nóvember 2023 13:01 Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. 9. nóvember 2023 09:00 Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 9. nóvember 2023 07:31 Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira
Sá markahæsti í Meistaradeildinni hefur bara skorað í tapleikjum Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili en þessi fjölmörgu mörk hans eru hins vegar ekki að skila enska liðinu sigrum. 9. nóvember 2023 13:01
Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. 9. nóvember 2023 09:00
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11
Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 9. nóvember 2023 07:31
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00